Fjöldi gistinátta á hótelum á Íslandi í október rúmlega nífaldaðist á milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni voru gistinætur á hótelum um 357 þúsund talsins í október á þessu ári, í sama mánuði í fyrra voru þær 38.800 talsins.

Gistinætur Íslendinga voru ríflega 50 þúsundum fleiri í síðastliðnum október miðað við í fyrra. Gistináttum útlendinga fjölgaði verulega milli ára og voru í október síðastliðnum rúmlega 279 þúsund talsins, en í sama mánuði í fyrra voru þær tæplega tólf þúsund.