Erlent

Þver­tekur fyrir að hafa leynt upp­lýsingum um fundi

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gefur ekki mikið um umfjallanir bandarískra miðla um fundi hans með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og meintri upplýsingaleynd.

Donald Trump naut sín eflaust betur í kosningabaráttu. Fréttablaðið/EPA

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladimír Pútín, Bandaríkjaforseta, með nokkrum hætti að því er fram kemur í umfjöllunum erlendra miðla.

Forsetinn tjáði sig um umræddar ásakanir í símaviðtali á Fox News og sagðist við það tilefni láta sig slíkar fréttir lítið varða, hann hefði ekkert að fela.

Er forsetinn þar að bregðast við fréttum þess efnis að hann hafi að minnsta kosti fimm sinnum leynt upplýsingum um persónulega fundi sína með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta frá samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn og meðal annars haldlagt glósur frá túlki sínum í eitt skiptið. 

Sjá einnig: Sagður hafa reynt að hylja heimildir um fundi með Pútín

„Ef þú lest greinina þeirra, þá sérðu að þau fundu algjörlega ekki neitt,“ sagði Trump meðal annars í viðtalinu við Fox News, sem hlusta má á hér að neðan og vísaði þar í umfjöllun New York Times, sem í gær birti fyrst fréttir þess efnis að bandaríska alríkislögreglan hefði hafið rannsókn á Trump um leið og hann rak James Comey úr embætti forstjóra lögreglunnar.

Miðaði rannsóknin að því að komast að því hvort að Trump væri í raun að ganga erinda erlendrar ríkisstjórnar. „Þessi saga var algjör móðgun og New York Times er stórslys af fréttablaði að vera. Þetta er hræðilegur hlutur sem þeir sögðu.“

Aðspurður á Fox af hverju hann vildi ekki birta upplýsingar úr umræddum samtölum við Pútín, ýjaði forsetinn að því að hann væri til í að gera það.

„Ég myndi gera það. Mér er alveg sama...ég er ekki að fela neitt. Mér gæti ekki verið meira sama.“

Þá ítrekaði forsetinn jafnframt að hann væri enn að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi vegna lokunar nokkurra lykilstofnana alríkisins og til þess að fjármagna landamæravegginn. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

Erlent

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Nýja Sjáland

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Auglýsing

Nýjast

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing