Tölu­verð flóð eru nú í Fen­eyjum og þurfa veg­far­endur víða að vaða í gegnum vatnið til að komast leiðar sinnar. BBC greinir frá því að vatns­borðið hafi náð 187 sentí­metrum þar sem flóðið var mest en það hefur einungis einu sinni verið hærra frá því að mælingar hófust árið 1923.

Markúsartorg lenti illa í flóðunum.
Fréttablaðið/EPA

Borgar­stjóri Fen­eyja hefur til­kynnt að lýst verði yfir neyðar­á­standi og varaði við að flóðin kæmu til með að hafa varan­leg á­hrif á borgina. Tveir aðilar hafa nú látist vegna flóðanna og hafa flóðin haft tölu­verð á­hrif á verslanir og veitinga­staði en búist er við að veðrið versni enn frekar á næstu dögum.

Meðal þeirra staða sem lentu verst í flóðunum var Markúsar­torg, sem er einn lægsti staður Fen­eyja. Þá flæddi inn í kirkju heilags Markúsar sem hafði bara gerst fimm sinnum á síðustu tólf hundruð árum. Unnið hefur verið að verk­efni til að koma í veg fyrir flóð í borginni frá árinu 2003 en tölu­verðar tafir hafa orðið á verk­efninu síðan þá.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty