Starfmenn H&M við Hafnartorg kölluðu til slökkvilið um hádegisbil í dag vegna gruns um gasleka á neðstu hæð. 

Allt starfsfólk verslunarinnar yfirgaf verslunina þar til staðfest hafði verið að ekki var um gasleka að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var verið að saga rör á vinnusvæði sem einnig er í húsinu og frá því spratt upp lykt sem svipaði til lyktar sem kemur frá gasi.