Innlent

Verslun H&M rýmd vegna gruns um gasleka

Rétt eftir klukkan tólf í dag var slökkvilið og lögregla kallað að nýrri verslun H&M við Hafnartorg vegna mögulegs gasleka.

Frá vettvangi fyrr í dag Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Starfmenn H&M við Hafnartorg kölluðu til slökkvilið um hádegisbil í dag vegna gruns um gasleka á neðstu hæð. 

Allt starfsfólk verslunarinnar yfirgaf verslunina þar til staðfest hafði verið að ekki var um gasleka að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var verið að saga rör á vinnusvæði sem einnig er í húsinu og frá því spratt upp lykt sem svipaði til lyktar sem kemur frá gasi. 

Slökkviliðsmenn könnuðu aðstæður á neðstu hæð og komust að því að ekki var um gasleka að ræða Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing