Nýkjörnir borgarfulltrúar komu saman í gær til fyrsta fundar í borgarstjórn eftir kosningar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var kjörin forseti borgarstjórnar og Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, mun þó taka við borgarstjórastólnum í upphafi árs 2024. Einar Þorsteinsson verður formaður borgarráðs, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verður formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, verður formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tekur við sem formaður skóla- og frístundaráðs og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingar, tekur við formennsku velferðarráðs. Kosningu í nýtt mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð var frestað til næsta borgarstjórnarfundar