Sprenging sem átti sér stað í Hval­firði um hálf sjö­leytið í gær átti sér stað þegar verk­taki í Hval­firði var að sprengja grjót í grjót­námu. Jón S. Óla­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá Lög­reglunni á Vestur­landi stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þetta var verk­taki að sprengja grjót í grjót­námu. Það var skýringin á því,“ segir Jón og tekur fram að við­komandi aðili hafi verið með öll til­skilin leyfi fyrir verkinu.

Í­búar í Hval­firði sem RÚV ræddi við heyrðu háan hvell og einn aðili kvað húsið sitt hafa leikið á reiði­skjálfi í kjöl­far sprengingarinnar.

Spurður um hvort það sé venju­legt við iðnaðar­sprengingar að hús fólks leiki á reiði­skjálfi segir Jón:

„Nei það er nú ekki venju­legt en við vitum svo sem ekki hvað veldur.“

Að sögn Jóns telst málið upp­lýst og verður því ekki rann­sakað nánar.