Brunavarnir á Austurlandi eru enn á vettvangi bruna sem kom upp í fjárhúsum að Víðivöllum í Fljótsdal í kvöld. Austurfrétt greindi fyrst frá brunanum en þar kemur fram að húsin hafi orðið alelda á mjög stuttum tíma.

Fjárhúsin eru notuð sem trésmíðaverkstæði og sakaði engan í brunanum en má gera ráð fyrir að tjón sé verulegt.

Nánar hér á vef Austurfréttar.