„Slys eða bráð veikindi gera ekki boð á undan sér og fyrir­sjáan­leg stöðvun þjónustu björgunar­þyrlna geta valdið ein­stak­lingum sem þurfa og eiga rétt á að­gengi að sér­hæfðri heil­brigðis­þjónustu ó­mældum skaða,“ segir í yfir­lýsingu frá Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­manna (LSS).

LSS lýsir yfir þungum á­hyggjum vegna yfir­vofandi tíma­bils þar sem engar björgunar­þyrlur verða til­tækar á landinu. Verk­fall flug­virkja hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og hefur lítið þokast í við­ræðum um nýjan kjara­samning. Ef fram heldur sem horfir verður engin þyrla til taks hjá Land­helgis­gæslunni frá og með mið­nætti á morgun í að minnsta kosti tvo daga.

„Þrátt fyrir að Ís­land sé lítil eyja eru sam­göngur hér sér­stak­lega yfir vetrar­mánuðina oft erfiðar og tíma­frekar. Ef bráð veikindi eða slys bera að höndum er mikil­vægt að keðja neyðar­þjónustu heil­brigðis­kerfisins utan spítala sé sterk og þar spila þyrlur Land­helgis­gæslunnar afar mikil­vægt hlut­verk fyrir stóran hluta landsins og er ó­missandi fyrir sjó­far­endur,“ segir í yfir­lýsingunni.

Skorar LSS á samninga­nefnd ríkisins að leita allra leiða til að ná samningum við flug­virkja Land­helgis­gæslunnar og koma í veg fyrir graf­alvar­legt á­stand sem skapast þegar keðja neyðar­þjónustu er rofin.

Sjó­manna­fé­lag Ís­lands, Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Sjó­manna- og Vél­stjóra­fé­lag Grinda­víkur sendu einnig frá sér yfir­lýsingu vegna málsins nú síð­degis. Telja fé­lögin að öryggi sjó­far­enda og lands­manna sé stefnt í hættu við þær að­stæður sem nú eru upp komnar. Þá lýsa fé­lögin yfir fullum stuðningi við flug­virkja í sinni kjara­deilu.

„Svo það komi skýrt fram þá hafa þær starfs­stéttir sem eru á skipum Gæslunnar engan verk­falls­rétt og er fram­ganga Land­helgis­gæslunnar gagn­vart þeim stéttum til há­borinna skammar, og hefur stofnunin sýnt þeim mikla van­virðingu með mis­munun á kjörum þar sem ó­skýrir hags­munir séu hafðir í for­gangi í gerð kjara­samninga.“