Erlent

Verka­manna­flokkurinn undir­býr van­traust

Forrusta Verkamannaflokksins undirbýr sig nú undir að leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May fari svo að Brexit samningnum verði hafnað í þinginu en atkvæðagreiðsla um hann fer fram á þriðjudag.

Jeremy Corbyn er leiðtogi Verkamannaflokksins. Fréttablaðið/EPA

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Bretlandi hefur verið sagt að undirbúa sig undir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórnar Theresu May, en verði tillagan borin fram verður að kjósa fljótt um hana, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian.

Verður umrædd tillaga þá lögð fram ef hinn umdeildi Brexit samningur verður ekki samþykktur af breska þinginu en víðtæk andstaða er við samninginn í neðri deild breska þingsins. Yrði tillagan samþykkt yrði að boða til nýrra þingkosninga. Verði samningurinn ekki samþykktur, segja heimildarmenn Guardian að einungis örfáar klukkustundir myndu líða þar til boðað yrði til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu.

Ólíklegt verður þó að teljast á þessari stundu að tillagan verði samþykkt en Íhaldsflokkur Theresu May hefur meirihluta á þinginu þökk sé stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) en tíu þingmenn flokksins tryggja ríkisstjórn hennar. Umræður um vantrauststillöguna eru þó sagðar sýna fram á gífurlega veika stöðu May og telja margir að hún geti ekki setið í stóli sínum verði Brexit samningnum hafnað.

Flokksforrusta Verkamannaflokksins vill að boðað verði til kosninga og fari flokkurinn með sigur úr býtum ætlar flokkurinn sér að endursemja um Brexit en hátt settur heimildarmaður Guardian innan flokksins viðurkennir þó að skammur tími sé til stefnu þar sem gengið er að því sem vísu að Bretland muni ganga úr Evrópusambandinu þannn 29. mars næstkomandi. 

Samningur May hefur reynst gífurlega umdeildur og þá sérstaklega vegna málefna N-Írlands en samningurinn kveður á um að landsvæðið haldi áfram að vera hluti af evrópska efnahagssvæðinu, til þess að koma í veg fyrir uppsetningu eiginlegra landamæra sem myndu ógna friði í landinu. 

Forsætisráðherrann hefur sagt að ekki standi til að fresta atkvæðagreiðslunni um samninginn í þinginu þrátt fyrir það hve tvísýnt sé um stuðning við samninginn en atkvæðagreiðsla fer fram á þriðjudaginn, þann 15. janúar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Mósambík

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

Erlent

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit

Brexit mögulega frestað til 30. júní

Auglýsing

Nýjast

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Sögð tengjast rann­­sókn CIA á barna­­níðs­efni í svika­­pósti

Fresta falli sements­strompsins vegna veðurs

Auglýsing