Innlent

Verjandi strokufangans vitni í málinu

Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk af Sogni aðfaranótt þriðjudags, er vitni í málinu. Sindri fór frá Íslandi til Svíþjóðar með flugi í gærmorgun og eftir það hefur lögregla litlar upplýsingar um ferðir hans.

Sindri gæti verið hvar sem er í heiminum.

Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni í fyrrinótt, var í dag kallaður til skýrslutöku, grunaður um aðild að málinu. Verjandinn, Þorgils Þorgilsson, segir að um sé að ræða stöðluð vinnubrögð lögreglu.

„Jú ég get staðfest að ég hafi gefið lögreglu skýrslu sem lið í rannsókn málsins, en ég er verjandi og ber skyldur sem slíkur,“ segir Þorgils í samtali við Fréttablaðið í kvöld. Þá segir Þorgils jafnframt að ekkert óeðlilegt sé við það að lögregla óski eftir upplýsingum frá sér. „Umræddur aðili er skjólstæðingur minn og èg tengist honum ekki á neitt annan hátt en að gæta hagsmuna hans.’’. 

Lögregla telur næsta víst að Sindri hafi átt vitorðsmann, eða menn, að strokinu, og hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við málið. „Það á eftir að koma betur í ljós. Við erum búin að vera í sambandi við lögregluna í Stokkhólmi,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Hann vildi þó ekki fullyrða um að vitorðsmenn hans tengdust endilega máli Sindra, en hann hafði verið í gæsluvarðhaldi frá 2. janúar. 

Sindri sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðildar að umfangsmiklum þjófnaði í gagnaveri í Reykjanesbæ í ársbyrjun, en þar var 600 tölvum stolið. Talið er að nýta eigi tölvurnar til að grafa fyrir rafmynt [e. Bit coin]. Lögregla er engu vísari um staðsetningu tölvanna. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Sindra. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Innlent

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Reykjavík

Til­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Auglýsing

Nýjast

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Ástarsamband Berta og Árna vekur deilur

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Deilur vina og verktaka fresta lyftu

Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar

Vildi þyngja fiskinn en endaði með úldið dýrafóður

Auglýsing