Yfir­völd í Brúnei hafa ritað Evrópu­þinginu bréf þar sem á­kvörðunin um að heimila dauða­refsingar með grýtingu vegna sam­kyn­hneigðar er varin en í bréfinu segir að sjald­gæft verði að slíkum dómum verði fram­fylgt „þar sem það muni þurfa tvo mikils­virta menn sem vitni að glæpnum,“ að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Um er að ræða fjögurra blað­síðna bréf til þing­manna þingsins þar sem kallað er eftir því að Evrópu­sam­bandið sýni um­burðar­lyndi og virði vilja landsins til þess að vernda hefð­bundin gildi sín og „ætt­erni fjöl­skyldna.“

Nýja refsi­lög­gjöfin hefur hlotið heims­at­hygli en þar er einnig kveðið á um að þjófar verði af­limaðir og að fólk sem klæðist fötum sem flokkaðir séu undir fötum hins kynsins verði húð­strýktir. Lög­gjöfin var sam­þykkt 3. apríl síðast­liðin og telja yfir­völd að al­þjóð­leg gagn­rýni á lög­gjöfina feli í sér mis­skilning.

„Glæpa­væðing hór­lífis og sam­kyn­hneigðar er til að vernda heilag­leikar kjarna­fjöl­skyldunnar og hjóna­bandsins fyrir ein­staka múslíma, sér­stak­lega konur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Refsingar líkt og að grýta til dauða eða af­limanir, sem gripið er til í til­viki þjófnaðar, hjú­skapar­brota og sam­kyn­hneigðar fela jafn­framt í sér að það þarf mjög sterkar sannanir,“ segir jafn­framt í bréfinu og er vísað til þess að tvo til fjóra heið­virða menn þurfi sem vitni.

Þá segir að húð­strýkingar verði beitt í hófi. „Sak­borningurinn verður að vera í fötum og hýðingin þarf að vera gerð með meðal­afli án þess að hönd sé lyft yfir höfuð og má ekki verða til þess að sár myndist á húðinni eða að bein brotni og má ekki beita gegn and­liti, höfði, maga, bringu eða kyn­færum.“