Veður

Veðrið á Vest­fjörðum: Björgunar­sveitir og bollu­sala

Verkefni björgunarsveita á Vestfjörðum eru misjöfn. Þau eru allt frá því að aðstoða við sjúkraflutninga, yfir í það að moka út bíla eða selja bollur í fjáröflun.

Frá Þingeyri. Björgunarsveitin Dýri hefur sinnt einhverjum verkefnum, en meðal þeirra er bollusala. Fréttablaðið/Aron Ingi Guðmundsson

Björgunarsveitir víða um land hafa haft nóg á sinni könnu í vonskuveðrinu sem geisað hefur yfir landið síðustu tvo daga. Engin undantekning er þar á Vestfjörðum þar sem víða hefur verið ófært. Verkefnin eru að sögn sveitanna mjög misjöfn.

Teitur Magnússon hjá Björgunarfélaginu á Ísafirði segir í samtali við Fréttablaðið að björgunarsveitarmenn hafi verið á fullum snúningi frá því í gærkvöldi. Í gærkvöldi hafi sveitin ekið yfir í Önundarfjörð í sjúkraflutninga. Þá hafi sveitin einnig aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk á leið til vinnu og einnig við lyfjagjafir. Hann segir að bíll sveitarinnar hafi nánast verið á ferðinni síðan kl. 23 í gærkvöldi.

Blaðamaður Fréttablaðsins á Vestfjörðum tók þessar myndir frá Þingeyri í gærkvöldi og í dag en þar er mikil ófærð líkt og víða um land.

Frá Þingeyri. Fréttablaðið/Aron Ingi Guðmundsson

Bollusala og sjúkraaðstoð

Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri segir að sveitin hafi sloppið vel. Eina verkefnið hingað til hafi verið að aðstoða sjúkraflutningabíl í gærkvöldi sem ekið hafði útaf veginum. Tókst að lokum að moka veginn og koma manneskjunni í sjúkrabílnum undir læknishendur.

Þá hafi dagurinn í dag farið í að útbúa og deila út rjómabollum í tilefni bolludagsins á morgun. „Við gerum þetta á hverju ári. Þá kaupum við bollur og setjum á þær rjóma. Síðan göngum við í hús og seljum þær.“

Hann segir að árlega seljist hátt í 500 bollur. „Við erum að hafa ágætlega úr þessu. Þetta er svona svipuð innkoma og úr flugeldasölunni,“ segir Kristján að lokum.

Víða er ófært á vegum og götum. Fréttablaðið/Aron Ingi Guðmundsson
Snjó hefur kyngt niður víða um land. Fréttablaðið/Aron Ingi Guðmundsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Allt að tæmast í fjöldahjálparstöð Rauða krossins

Veður

Átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Fréttir

Nær öllu flugi aflýst í dag

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

Auglýsing