Eitt af því sem vekur athygli við hjólið er hvernig rafmótornum er komið fyrir. Hann er hluti af afturfelgunni og er hún án miðju, en rafmótorinn rennur einfaldlega eftir afturhluta afturgafflasins, sem þýðir að engin þörf er fyrir keðju eða reimdrif. Þrátt fyrir aflið er upptakið tæpar fjórar sekúndur í hundraðið enda myndi ökumaður varla hanga á hjólinu ef aflið skilaði sér óbeislað í afturhjólið. Hámarkshraðinn er 180 km á klst en drægið er allt að 300 km sem er ansi gott. Með heimahleðslu er hleðslutíminn fjórar klukkustundir en um 50 mínútur á hraðhleðslustöð. Það sem helst hefur háð rafmótorhjólum er mikil þyngd en hjólið er með lagrind til að minnka vikt, sem er minni en menn gætu haldið, að sögn hönnuða hjólsins. Hjólið kostar rétt tæpar fjórar milljónir króna í Evrópu sem gerir það ódýrara en Harley-Davidson LiveWire.