Ford hefur þó sagt aðeins meira, eins og að nýr Ford Bronco sé byggður á grind sem er orðið fátítt þessa dagana. Það þýðir einfaldlega að um er að ræða alvöru jeppa sem mun geta glímt við meiri torfærur en jepplingar. Hann mun líka nota sömu vélar og Ford Ranger pallbíllinn og reyndar undirvagn líka. Það þýðir ekki að V8 vél sé í kortunum en 2,3 lítra EcoBoost vélin skilar 270 hestöflum og er því verðug. Það þýðir líka að Bronco getur fengið nýju 10 þrepa sjálfskiptinguna. Orðrómur er líka um nýjan sjö gíra beinskiptna gírkassa sem verður notaður við 2,7 lítra EcoBoost V6 vélina sem yrði heldur ekki leiðinlegur pakki, sú vél er 325 hestöfl og skilar 542 Newtonmetra togi. Við vitum líka að hann verður boðinn bæði þriggja og fimm dyra, og von er á Bronco pallbíl 2024 svo að samkeppni við Jeep er greinilega í kortunum. Heyrst hefur einnig að hægt verði að losa hurðir og þak og koma þeim fyrir í flutningsrými bílsins. Hvort við fáum svo að sjá Bronco 7.-8. apríl á pressudögum New York sýningarinnar verður svo bara að koma í ljós.

Ford lét þennan jeppa sem kallaður er Bronco R taka þátt í Baja 1000 rallinu í nóvember.