Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að dómarar verði að hafa möguleika á að kæla menn niður þegar leikar standa sem hæst á íþróttamótum barna og ungmenna eins og á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri um helgina. Í kjölfar atviks sem varð þar ákvað Þróttur að draga sig út úr mótinu.

Fjallað verður um málið á Fréttavaktinni í kvöld og rætt við Funa Sigurðsson sálfræðing og foreldri sem var á mótinu og Kristján Kristjánsson .

Hér má sjá brot úr viðtalinu sem verður í opinni dagskrá á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld sem hefst klukkan 18:30.