Jón Magnús Jóhannes­son, deildar­læknir á Landspítalanum, segir að enginn viðrðist nota hug­takið hjarðó­næmi rétt og allir séu að mis­skilja hvorn annan.

„Við verðum að hætta að nota hjarðó­næmi í al­mennri um­ræðu um CO­VID-19,“ skrifar Jón Magnús inn í Face­book hópinn Vísindi í Ís­lenskum fjöl­miðlum.

„Það er enn verið að tala um að „ná hjarðó­næmi“ sem mun ALDREI gerast fyrir Co­vid-19 ef við skil­greinum hjarðó­næmi eins og flestir hafa gert í gegnum far­aldurinn,“ bætir hann við.

Þór­ólfur Guðna­­son sótt­varna­læknir sagði í dag að svo gæti farið að hjarðó­­næmi náist hér á landi á næstu tveimur mánuðum. Þetta er þó háð því að fjöldi dag­­legra smita standi nokkurn veginn í stað og ekkert ó­­vænt komi upp eins og ný af­brigði veirunnar.

Jón Magnús út­skýrir fyrir al­menningi á Face­book að hjarðó­næmi hefur í raun tvær skil­greiningar.

„Al­menna hug­takið skil­greinir magn ó­næmis í á­kveðnu sam­fé­lagi. Það getur þannig verið "mikið hjarðó­næmi" eða "lítið hjarðó­næmi" fyrir á­kveðnum sjúk­dómi. Ó­næmið getur náð yfir vörn gegn smiti eða bara vörn gegn sjúk­dómi, eða m.a.s. vörn bara gegn al­var­legum sjúk­dómi. Ef ó­næmi veitir vörn gegn smiti eða dreifingu minnkar dreifing sjúk­dóms í sam­fé­lagi með vaxandi hjarðó­næmi,“ skrifar Jón Magnús.

Síðari skil­greiningin tengist hjarðó­næmis­þröskuldi en Jón Magnús segir marga leggja hjarðó­næmi og hjarðó­næmis­þröskuld að jöfnu.

„Hjarðó­næmis­þröskuldur er það hlut­fall sam­fé­lags sem þarf að vera með ó­næmi fyrir vissum sjúk­dómi til að koma í veg fyrir þróun nýrra far­aldra af sama sjúk­dómi. Við munum aldrei ná nægi­legu hjarðó­næmi til að koma í veg fyrir frekari far­aldra CO­VID-19. CO­VID-19 mun aldrei hverfa. Við vitum þetta fyrir víst á þessum tíma­punkti,“ skrifar Jón Magnús.

Öll um­ræða um að „leyfa fólki að smitast til að ná hjarðó­næmi“ óvið­eig­andi

Líkt og með aðrar öndunar­færa­sýkingar eru endur­sýkingar með CO­VID-19 al­gengar. Fyrri sýking veitir ein­hverja vörn gegn endur­sýkingu en sú vörn dugar að­eins í vissan tíma, og minnkar snar­lega með til­komu nýrra af­brigða, segir Jón.

„Þannig er öll um­ræða um að „leyfa fólki að smitast til að ná hjarðó­næmi" með öllu ó­við­eig­andi. Þetta á sér­stak­lega við ef verið er að tala um ein­stak­linga sem eru óbólu­settir (t.d. 5-11 ára börn þar til ný­lega).“

Jón Magnús segir að besta sem hægt er að gera er að minnka líkur á al­var­legum veikindum og besta leiðin til þess að full­bólu­setja alla.

„Per­sónu­lega legg ég til að hætta að tönnlast á "hjarðó­næmi" í al­mennri um­ræðu. Þetta er loðið hug­tak og virðist ekki skila neinu nema ruglingi,“ segir Jón að lokum.