Meðal­fer­metra­verð í fjöl­býli á höfuð­borgar­svæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins var 625.000 krónur.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Þjóð­skrá sem fast­eigna­salan Páls­son birtir á heima­síðu sinni er hæsta verðið í mið­borginni. Þar kostar fer­metrinn nú að meðal­tali 744.000 krónur miðað við þau fast­eigna­við­skipti sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins.

Næst­hæst er fer­metra­verðið á Sel­tjarnar­nesi, 702.000 krónur. Garða­bæ vermir þriðja sætið yfir heitustu staðina en þar er meðal­verð á fer­metra 686.000 krónur.

Lægst er fer­metra­verðið í Breið­holti, 471.000 krónur. Munurinn á mið­borginni og Breið­holti er 58 prósent.

Hannes Stein­dórs­son, for­maður Fé­lags fast­eigna­sala, segir verð­mun eftir hverfum vera að aukast. Í því sam­hengi verði þó að hafa í huga að fer­metra­verð ráðist hverju sinni af aldri hús­næðis, stærð og fleiri þáttum.

Því geti verið um ýktan mun að ræða í þessu til­viki, of fáar sölur til að hægt sé að á­lykta um of.