Dóms­mála­ráð­herra hyggst leggja fram frum­varp á næsta ári sem heimilar verslun með á­fengi í net­verslun hér á landi. Verði frum­varpið sam­þykkt verður þar sem einka­leyfi ÁTVR á á­fengis­sölu af­numið. Frá þessu var fyrst greintí kvöld­fréttum RÚV.

Í dag er fólki heimilt að versla á­fengi í net­verslunum er­lendis en greiðir fyrir það virðis­auka­skatt og á­fengis­gjald.

Í um­fjöllun RÚV um málið segir að í frum­varpinu verði gert ráð fyrir því að fyrir­tækjum verði heimilt að selja fram­leiðslu sína á fram­leiðslu­stað.

Það mætti þá neyta á­fengisins á staðnum auk þess sem það mætti selja það í net­verslun.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.