Stjórn sam­göngu­kerfisins í New York borg á Man­hattan eyju hefur gefið út nýja reglu­gerð um um­gengni fyrir borgara í strætó og lestum borgarinnar. Nú verður bannað að kúka í lestum og strætóum en tals­maður starfs­manna segir reglurnar segja allt sem segja þarf um að­stæður starfs­manna.

Í fréttum banda­rískra miðla af málinu kemur fram að um sé að ræða í fyrsta skiptið sem að losun far­þega á líkams­vökva sé bönnuð með form­legri reglu­gerð. Áður hafi komið fram að sekt væri því að „skapa ó­þægindi, hættu eða heilsu­spillandi um­hverfi,“ en yfir­völdum þótti mikil­vægt að skýra reglurnar.

Þann 7. septem­ber síðast­liðinn var kúkað á starfs­mann og frekari „líkams­vessum“ atað á hann. Það virðist hafa verið dropinn sem fyllti mælinn.

„Sú stað­reynd að það hafi þurft að sam­þykkja reglu gegn saur­láti í lestar­vögnum segir margt um það um­hverfi sem við vinnum í þarna niðri,“ segir Tony Utano, tals­maður starfs­manna sam­göngu­kerfis New York borgar.

„Það er gott að það sé komin regla. Fleiri lög­reglu­menn á lestar­stöðum og í lestum væri enn betra.“

Í apríl síðast­liðnum sam­þykktu yfir­völd neyðar­lög vegna CO­VID-19 en þar var meðal annars tekið fram að allt saur­lát væri bannað. Þær reglur giltu í 60 daga og voru endur­nýjaðar í júlí. Búist er við því að stjórn sam­göngu­kerfisins muni sam­þykkja nýju kúka­reglurnar síðar í vikunni.