Kol­beinn Óttars­son Proppé, þing­maður Vinstri-grænna, segir allt tal um að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði sé í raun tal um niðurskurð. Fjallað var um málið í Frétta­blaðinu í dag, þar sem fram kom að Lilja Alfreðsdóttir, mennta­mála­ráð­herra, ætlar sér að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði.

Lilja hefur ekki kynnt málið fyrir ríkisstjórninnini, og skoðar nú hvernig best er að útfæra aðgerðina. Hún sagði í Fréttablaðinu í dag að hún telji mikilvægt að umræða fari fram um málið og að þetta sé best gert í skrefum.

Tekjuskerðing í raun niðurskurður

Kol­beinn gagnrýnir, í færslu sem hann birti með fréttinni á Facebook-síðu sinni, að ekkert sé að finna um þessi mál í stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar og veltir því fram með hvaða at­kvæðum á þingi mennta­mála­ráð­herra ætli að ná slíkum breytunum fram.

„Það er sjálf­sagt að ræða stöðu RÚV á aug­lýsinga­markaði, en slík um­ræða verður að hefjast á því hvernig tekjur þess verða tryggðar, ekki er ég til um­ræðu um niður­skurð eða að setja RÚV á fjár­lög,“ segir Kol­beinn.

Þá telur hann að um­ræða um að skerða svo tekjur stofnunarinnar geti hvorki haft góð á­hrif á starf­semi stofnunarinnar eða fólkið sem þar vinnur.

Hann gagn­rýnir að lokum að ráð­herra hafi ekki rætt á­ætlanir sínar við sam­starfs­fólk sitt á þingi.

„Að ég tali nú ekki um þá sjálf­sögðu kurteisi að ræða fyrst við sam­starfs­fólk sitt áður en þetta er boðað opin­ber­lega, það eru jú at­kvæði okkar þing­manna sem á endanum ráða.“

Færslu Kol­beins má sjá hér að neðan.

Megi skoða það og gaumgæfa

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, gagn­rýnir einnig að­ferðir mennta­mála­ráð­herra í færslu á Face­book. Þar segir hann að það megi vel hugsa sér að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði „að því til­skildu að aug­lýs­endur finni aðra inn­lenda fjöl­miðla fyrir sín skila­boð“.

Hann leggur, meðal annars, til að aug­lýsinga­tekjur séu bundnar við tekjur, að tryggt sé betur að aug­lýsinga­deild komi nærri dag­skrár­gerð og bjóða upp á aug­lýsinga­laus svæði á Rás 1.

„Allt þetta má skoða og gaum­gæfa. En að taka þriðjung tekna af stofnuninni og það sé síðan komið undir náð og miskunn fjár­veitinga­valdsins hvernig fjár­mögnun þessarar mikil­vægu menningar­stofnunar og um­ræðu­vett­vangs – það finnst mér ekki koma til greina,“ segir hann að lokum.