Magn­ús D. Norð­dahl, lög­mað­ur, seg­ir að stjórn­völd verð­i að bregð­ast við og koma í veg fyr­ir mest­u fjöld­a­brott­vís­an­ir Ís­lands­sög­unn­ar en til­kynnt var fyr­ir helg­i að það eigi að vísa um 300 hæl­is­leit­end­um úr land­i.

Magn­ús seg­ir í langr­i færsl­u á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i að lausn máls­ins blas­i við og að hún ligg­i í hönd­um dóms­mál­a­ráð­herr­a og rík­is­stjórn­ar­inn­ar allr­ar.

„Í fyrst­a lagi eru stjórn­völd ekki bund­in af lög­um að synj­a þess­um stór­a hópi um efn­is­með­ferð. Það er pól­it­ískt val. Efnis­með­ferð er meg­in­regl­an sam­kvæmt nú­gild­and­i lög­um,“ bend­ir Magn­ús á í færsl­unn­i og að mat ís­lenskr­a stjórn­vald­a að það sé ör­uggt að vísa fólk­i aft­ur til Grikk­lands sé rangt.

„Grikk­ir hafa enga burð­i til þess að axla þá á­byrgð sem önn­ur ríki Evróp­u vilj­a. Það er hvork­i sann­gjarnt gagn­vart Grikkj­um né hæl­is­leit­end­um að end­ur­send­a fólk þang­að.“

Hafa náð tím­a­mörk­um

Magn­ús bend­ir einn­ig á í færsl­unn­i að stór hlut­i þess­a hóps hafi náð tím­a­mörk­um en ver­ið synj­að um end­ur­upp­tök­u og efn­is­með­ferð eins og lög­in kveð­a á um að þau eigi að fá þeg­ar þau ná tím­a­mörk­um vegn­a á­sak­an­a stoð­deild­ar rík­is­lög­regl­u­stjór­a um taf­ir.

Það er hvork­i sann­gjarnt gagn­vart Grikkj­um né hæl­is­leit­end­um að end­ur­send­a fólk þang­að

„Dóms­mál var höfð­að um eitt þess­ar­a mála og verð­ur það flutt þann 13. sept­em­ber næst­kom­and­i. Vinn­ist mál­ið er það for­dæm­is­gef­and­i fyr­ir aðra í sömu stöð­u, þ.e. hæl­is­leit­end­ur sem hafa mátt sæta á­sök­un­um um taf­ir. Stjórn­völd vilj­a eft­ir sem áður ekki bíða nið­ur­stöð­u held­ur taka þess í stað þá á­hætt­u að fram­kvæm­a tugi ef ekki hundr­uð brott­vís­an­a sem síð­ar kann að koma í ljós að séu ó­lög­mæt­ar. Stjórn­völd sýna ó­bil­girn­i að vilj­a ekki bíða eft­ir nið­ur­stöð­u for­dæm­is­gef­and­i dóms sem gæti haft á­hrif á stöð­u þeirr­a sem hafa náð tím­a­mörk­um. Það er ekki í sam­ræm­i við með­al­hóf né góða stjórn­sýsl­u­hætt­i,“ seg­ir hann í færsl­unn­i.

Þá seg­ir Magn­ús að í hópn­um sé einn­ig að finn­a fólk sem hef­ur dval­ið hér í lengr­i tíma, fest ræt­ur og jafn­vel eign­ast barn á með­an bið­inn­i stendur og að það sé mjög ó­mann­úð­legt að vísa þess­um hópi úr land­i.

Að lok­um bend­ir hann á að það sé „and­stætt heil­brigðr­i skyn­sem­i og vinn­ur gegn skil­virkn­i að vísa úr land­i fólk­i sem þrá­ir að vinn­a og eign­ast hér líf á sama tíma og at­vinn­u­líf­ið og ekki síst ferð­a­þjón­ust­an sár­vant­ar vinn­u­afl“ en und­an­far­ið hef­ur ver­ið fjall­að um skort á vinn­u­afl­i hér á Ís­land­i.

Magn­ús seg­ir að það sé í hönd­um dóms­mál­a­ráð­herr­a, og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að finn­a út úr þess­u og koma í veg fyr­ir þess­a fjöld­a­brott­vís­un. Hann seg­ir að það eina sem þurf­i sé pól­it­ísk­ur vilj­i og seg­ir að sem dæmi væri hægt að skil­grein­a á­stand­ið vegn­a Co­vid-19 sem sér­stak­ar að­stæð­ur og setj­a regl­u­gerð sem kveð­i á um að veit­a þeim hæli sem hafi dval­ið hér í lengr­i tíma.

Færsl­un­a er hægt að lesa hér að neð­an.