Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, segir yfir­völd á­gæt­lega undir­búin undir heim­komu Ís­lendinga og fjölda far­þega um jólin. Gerðar hafi verið sér­stakar á­ætlanir og tvö sótt­varnar­hús reiðu­búin.

Þetta kom fram í fyrir­spurnar­tíma á blaða­manna­fundi al­manna­varna nú rétt í þessu. Þar tók Víðir fram að síðasti dagur fyrir Ís­lendinga sem ætla sér heim um jólin án þess að vera í sótt­kví þann 24. desember, sé 18. desember.

„Við erum á­gæt­lega undir­búin. Við höfum skoðað spár um fjölda far­þega og spárnar gera ráð fyrir aukningu. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið af náms­mönnum að koma heim um jólin. Menn verða að átta sig á tíma­rammanum,“ segir Víðir og vísar til þess 18. desember.

„En við erum undir­búin. Við erum enn reiðu­búin með þrjú far­sóttar­hús hérna í Reykja­vík og erum til­búin.“