Fyrrum bar­daga­kappinn og sam­fé­lags­miðla­stjarnan Andrew Tate og bróðir hans Tristan þurfa að dúsa lengur í gæslu­varð­haldi eftir að dómari í Rúmeníu hafnaði beiðni þeirra bræðra um á­frýjun á þrjá­tíu daga fram­lengingu á gæslu­varð­haldi yfir þeim.

Bræðurnir eru grunaðir um um man­­sal og skipu­lagða glæpa­­starf­­semi um að mis­­nota konur. Þá er Andrew einnig grunaður um nauðgun. Þeir hafa verið í gæslu­varð­haldi síðan 29. desember.

Þetta er í fjórða skipti sem dómari hafnar beiðni bræðranna um að losna úr gæslu­varð­haldi, en þetta þýðir að þeir munu í fyrsta lagi losna þann 29. mars.

Tals­maður Andrew sagði að á­kvörðunin væri mikil von­brigði fyrir bræðurna. „Við vonuðumst til þess að Andrew gæti hitt fjöl­skylduna sína. Við munum á­frýja niður­stöðunni á næstu tveimur dögum,“ sagði tals­maðurinn.