Vél Icelandair sem var á leið frá Manchester til Keflavíkur var lent í Glasgow fyrr í dag. Ekki er ljóst hvers vegna vélin þurfti að lenda í Glasgow. Vélin er af gerðinni Boeing 757-200 

Í gær var annari vél Icelandair sem var á leið frá Manchester lent í Glasgow á leið til Keflavíkur vegna veikinda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair var vélin í um 30 mínútur í Glasgow og hélt svo áfram ferð sinni til Keflavíkur. 

Sjá einnig: Millilentu vegna brunalyktar úr afþreyingarbúnaði

Vélinni sem lent var í gær í Glasgow var af sömu gerð þó ekki hafi verið um að ræða sömu vél.

Fréttin hefur verið uppfærð.