Innlent

Vélum Icelandair í tví­gang lent ó­vænt í Glas­gow

Bæði í gær og í dag hefur Icelandair þurft að lenda vélum sínum sem eru á leið frá Manchester til Keflavíkur í Glasgow. Í gær var um að ræða veikindi farþega. Ekki er ljóst hvers vegna þurfti að lenda vél í dag í Glasgow.

Á myndinni má sjá ferðalag vélar Icelandair í dag frá Manchester til Glasgow Skjáskot/Flight Tracker

Vél Icelandair sem var á leið frá Manchester til Keflavíkur var lent í Glasgow fyrr í dag. Ekki er ljóst hvers vegna vélin þurfti að lenda í Glasgow. Vélin er af gerðinni Boeing 757-200 

Í gær var annari vél Icelandair sem var á leið frá Manchester lent í Glasgow á leið til Keflavíkur vegna veikinda farþega. Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair var vélin í um 30 mínútur í Glasgow og hélt svo áfram ferð sinni til Keflavíkur. 

Sjá einnig: Millilentu vegna brunalyktar úr afþreyingarbúnaði

Vélinni sem lent var í gær í Glasgow var af sömu gerð þó ekki hafi verið um að ræða sömu vél.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ferðalag vélar Icelandair í gær, sunnudag, þegar henni var lent í Glasgow vegna veikinda farþega Skjáskot/Flight Tracker

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

Kjaramál

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Innlent

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Auglýsing

Nýjast

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

​ Hrifsaði síma af vegfaranda á Laugavegi

Auglýsing