Aðal­steinn Kjartans­son, frétta­maður Kveiks, svarar full­yrðingum Sam­herja um fé­lagið Cape Cod FS og um­fjöllun þáttarins, í Face­book færslu, þar sem hann hafnar full­yrðingunum.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá sendi Sam­herji frá sér til­kynningu á heima­síðu sinni fyrr í dag. Þar hafnaði fyrir­tækið því að það hefði átt eða stýrt um­ræddu fé­lagi, Ca­ape Cod FS. „Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eignar­haldið á fé­laginu,“ segir orð­rétt í til­­­kynningunni.

„Þær á­sakanir sem settar hafa verið fram um eignar­haldið á Cape Cod og greiðslur til fé­lagsins eru rangar. Haldið verður á­­fram að rann­saka málið og veita hlutað­eig­andi stjórn­völdum allar upp­­­lýsingar,“ var haft eftir Björg­ólfi Jóhanns­syni, starfandi for­­stjóri Sam­herja. Fram kemur í til­kynningunni að þess sé vænst að Stundin, Ríkis­út­­varpið og eftir at­vikum aðrir fjöl­­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutning um málið.

„Þetta er ekki einu sinni næstum því rétt,“ skrifar Aðal­steinn. Kveikur hafi aldrei sagt að fé­lagið væri í eigu Sam­herja. „DNB vissi nefni­lega ekkert hver átti Cape Cod Fs en á­ætlaði að það væri Sam­herji. Sem reyndist ekki hægt að stað­festa. Annað fé­lag, JPC, sagðist í ofan­á­lag eiga það.“ skrifar Aðal­steinn.

„Öll við­brögð Sam­herjs eru á þann veg að ég velti fyrir mér hvort þeir hafi yfir höfuð lesið eða horft á um­fjöllun Kveiks um málið. En fyrst Sam­herji er til í að ræða Cape Cod, af hverju var starfs­maður ykkar með pró­kúru­um­boð á reikningi fé­lagsins hjá DNB?“