Velta í ferðaþjónustunni á Íslandi nam röskum 87 milljörðum í mars til apríl á þessu ári samanborið við 32 milljarða á sama tíma í fyrra, sem merkir ríflega tvöfalt meiri umsvif.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í maí voru um 255 þúsund en voru 103 þúsund á sama tíma í fyrra.

Starfsmönnum í greininni hefur fjölgað um rúm 60 prósent frá síðasta vori, að því er fram kemur í nýjum hagtölum.