Ljóst er að notendur samfélagsmiðilsins Twitter fundu margir fyrir stóra jarðskjálftanum sem átti sér stað fyrir skömmu. Viðbrögð margra stóðu ekki á sér, og var forritið uppfullt af jarðskálftatístum örfáum mínútum eftir skjálftann.
What a skjálfti. Þvílíkar drunur!
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) May 14, 2022
Ef þið funduð ekki fyrir þessum jarðskjálfta hvar voru þið þá!!?!?
— Svana Karen Kristjansdottir (@svana_karen) May 14, 2022
Jarðskjálftinn passaði vel inn í tíðindamikinn dag, en líkt og alþjóð ætti að vita eru bæði sveita- og borgarstjórnarkosningar í dag, auk söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva, Eurovision.
Á Twitter settu margir jarðskjálftann í samhengi við kosningarnar. Til dæmis mynduðust umræður um hvað hann ætti að tákna í samhengi þeirra, hrun í fylgi Sjálfstæðisflokksins eða fall meirihlutans í borginni. Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson og Friðjón Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins voru ekki sammála um það.
ég er viss um að þetta hafi verið fall meirihlutans
— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) May 14, 2022
Kosningaskjálfti!
— Gisli Olafsson (@gislio) May 14, 2022
Svo margir að kjósa að það kom bara skjálfti haha nei segi sona
— nóri (@arnorsteinn) May 14, 2022
Þá vildu aðrir meina að skjálftinn væri hreinlega ekki kosningaskjálfti, heldur Eurovision-skjálfti.
Kosningaskjálfti hitt, kosningaskjálfti þetta 🙄 ÞETTA ER EUROVISION SKJÁLFTI! 🇮🇸🎶 #12stig
— Fannar Eurovision 🇪🇺 (@fannarapi) May 14, 2022