Til­kynning barst til lög­reglunnar á Norður­landi eystra rétt fyrir klukkan hálf tvö um vél­sleða­slys ná­lægt Lág­heiði á Trölla­skaga. Einn slasaðist og voru við­bragð­aðilar á svæðinu kallaðir út á­samt þyrlu Land­helgis­gæslunnar. Að­gerðar­stjórn var sömu­leiðis virkjuð á Akur­eyri.

Sjúkra­flutninga-, björgunar­sveitar- og lög­reglu­menn komu á vett­vang slyssins um klukku­stund síðar og stuttu seinna var þyrlan einnig komin á staðinn. Hinn slasaði var hífður um borð í þyrluna og flogið með hann á Sjúkra­húsið á Akur­eyri.

Ekki er vitað um til­drög slyssins eða á­stand hins slasaða að svo stöddu.