Flugvellinum í Luton hefur verið lokað tímabundið eftir að malbikið á flugbratinni byrjaði að bráðna vegna gríðarlegrar hitabylgju sem geysar nú í Evrópu.

Hitinn í Luton hefur farið upp í 36 stig, en öllum flugum hefur verið frestað, en það á við um flug á vegum EasyJet, Wizz Air, Ryanair og TUI.

Þess má geta að aðeins ein flugbraut er á flugvellinum, og því þurfti malbikið einungis að bráðna á henni til þess að starfsemi vallarins færi úr skorðum.

Í tilkynningu frá flugvellinum segir að kallað hafi verið til starfsfólks sem vinni nú að því að gera völlinn aftur starfshæfan.

Svipuð vandamál hafa komið upp víða um Bretland, til að mynda í Brize Norton-flugvellinum, en það er stærsti völlur breska flughersins.