Far­þegi um borð í vél Niceair sem kom til Ís­lands frá Tenerife á mið­viku­dag segir á­höfn vélarinnar hafa sagt hana of þunga og því hafi ís­lensk á­höfn stigið úr vélinni og er­lend komið hennar í stað, að því er fram kemur á akur­eyri.net.

Miðillinn ræðir við far­þegann sem segir frá því að 45 töskur hafi verið skildar eftir á Tenerife fyrir slysni í kjöl­farið. Far­þeginn segir að ís­lensk flug­freyja hafi til­kynnt í kall­kerfi að vélin væri of þung.

Þess vegna myndi ís­lensk á­höfn stíga frá borði og er­lend á­höfn sjá um þjónustuna. Segir í frétt akur­eyri.net að engar frekari upp­lýsingar hafi verið gefnar vegna málsins.

Síðar hafi komið í ljós að 45 töskur hafi orðið eftir úti á Tenerife. Þeim hefur síðan verið skilað til síns heima.