Vel­ferðar­nefnd Al­þingis kemur saman á fjar­fundi síðar í dag til þess að ræða stöðu far­aldursins en fundurinn hefst klukkan 13. Helga Vala Helga­dóttir, for­maður nefndarinnar, greinir frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að al­mennt verði rætt um stöðu far­aldursins.

Gestir fundarins verða Alma Möller land­læknir, Kamilla Sig­ríður Jósefs­dóttir, stað­gengill sótt­varna­læknis, Ingi­leif Jóns­dóttir, prófessor í ó­næmis­fræði, Már Kristins­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítala, og Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítala.

„Nefndin ætlar bara að spyrja út í stöðuna, út í far­aldurinn sjálfan. Þau eru ekkert að svara fyrir það hvað ríkis­stjórnin er að gera, bara staðan á far­aldrinum,“ segir Helga Vala að­spurð um hvort fundurinn tengist á­kvörðun sótt­varna­læknis um að færa að­gerðir yfir til ríkis­stjórnarinnar.

„Hann er aug­ljós­lega bara að segja að ríkis­stjórnin er ekki lengur að hlusta á okkur þannig að hún ber á­byrgð á þeim að­gerðum sem þau fara í,“ segir hún.