Innlent

Flutninga­skip dregið að landi við Eyjar

Vélarbilun varð í skipinu. Ekki er vitað nákvæmlega, að svo stöddu, nákvæmlega hvað er að. Verið að vinna í því að koma skipinu í var og vonandi verður hægt að draga það að landi á morgun, þegar dregur úr vindi.

Hér má sjá flutningaskipið Wilson Harrier vinstra megin, og hægra megin, má sjá Lóðsann, draga það. Fréttablaðið/Óskar

Vélarbilun varð í flutningaskipinu Wilson Harrier MT nú síðdegis. Dráttarbáturinn Lóðsinn er nú að vinna í því að koma flutningaskipinu í var. 

Skipstjóri Lóðsins, Sveinn Rúnar Valgeirsson, sagði í samtali við Fréttablaðið að upp hefði komið vélarbilun og væri verið að vinna í því að setja út akkeri og koma skipinu í var. 

Hann sagði að talsverð austanátt væri við Vestmannaeyjar og ekki væri hægt að draga skipið að landi í dag, til að komast að því hvers konar vélarbilun væri um að ræða. Hann bjóst þó við því að það myndi lægja bráðlega og það yrði hægt á morgun. 

Wilson Harrier er um 2800 tonna skip. Það er um 100 metra langt. Samkvæmt skrá var það á leið til Bergen, en Sveinn Rúnar sagði þó að næsti áfangastaður hefði átt að vera Hornafjörður. 

Á vefnum Marine Trafficer hægt að fylgjast með ferðum bátanna, í rauntíma, ef súmað er inn [e. zoom] að Vestmannaeyjum á kortinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umhverfismál

IKEA kol­efnis­jafnar starf­semi sína á Ís­landi

Innlent

Eldur í flugeldhúsi Icelandair

Innlent

Fleiri horfðu á Ís­land spila við Argentínu en Eng­land

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Auglýsing