Innlent

Flutninga­skip dregið að landi við Eyjar

Vélarbilun varð í skipinu. Ekki er vitað nákvæmlega, að svo stöddu, nákvæmlega hvað er að. Verið að vinna í því að koma skipinu í var og vonandi verður hægt að draga það að landi á morgun, þegar dregur úr vindi.

Hér má sjá flutningaskipið Wilson Harrier vinstra megin, og hægra megin, má sjá Lóðsann, draga það. Fréttablaðið/Óskar

Vélarbilun varð í flutningaskipinu Wilson Harrier MT nú síðdegis. Dráttarbáturinn Lóðsinn er nú að vinna í því að koma flutningaskipinu í var. 

Skipstjóri Lóðsins, Sveinn Rúnar Valgeirsson, sagði í samtali við Fréttablaðið að upp hefði komið vélarbilun og væri verið að vinna í því að setja út akkeri og koma skipinu í var. 

Hann sagði að talsverð austanátt væri við Vestmannaeyjar og ekki væri hægt að draga skipið að landi í dag, til að komast að því hvers konar vélarbilun væri um að ræða. Hann bjóst þó við því að það myndi lægja bráðlega og það yrði hægt á morgun. 

Wilson Harrier er um 2800 tonna skip. Það er um 100 metra langt. Samkvæmt skrá var það á leið til Bergen, en Sveinn Rúnar sagði þó að næsti áfangastaður hefði átt að vera Hornafjörður. 

Á vefnum Marine Trafficer hægt að fylgjast með ferðum bátanna, í rauntíma, ef súmað er inn [e. zoom] að Vestmannaeyjum á kortinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Innlent

Hundruð hermanna æfir í Sandvík

Innlent

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Auglýsing

Nýjast

Yfir tutt­ug­u látn­ir eft­ir ban­vænt heim­a­brugg

Talin hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Auglýsing