Innlent

Flutninga­skip dregið að landi við Eyjar

Vélarbilun varð í skipinu. Ekki er vitað nákvæmlega, að svo stöddu, nákvæmlega hvað er að. Verið að vinna í því að koma skipinu í var og vonandi verður hægt að draga það að landi á morgun, þegar dregur úr vindi.

Hér má sjá flutningaskipið Wilson Harrier vinstra megin, og hægra megin, má sjá Lóðsann, draga það. Fréttablaðið/Óskar

Vélarbilun varð í flutningaskipinu Wilson Harrier MT nú síðdegis. Dráttarbáturinn Lóðsinn er nú að vinna í því að koma flutningaskipinu í var. 

Skipstjóri Lóðsins, Sveinn Rúnar Valgeirsson, sagði í samtali við Fréttablaðið að upp hefði komið vélarbilun og væri verið að vinna í því að setja út akkeri og koma skipinu í var. 

Hann sagði að talsverð austanátt væri við Vestmannaeyjar og ekki væri hægt að draga skipið að landi í dag, til að komast að því hvers konar vélarbilun væri um að ræða. Hann bjóst þó við því að það myndi lægja bráðlega og það yrði hægt á morgun. 

Wilson Harrier er um 2800 tonna skip. Það er um 100 metra langt. Samkvæmt skrá var það á leið til Bergen, en Sveinn Rúnar sagði þó að næsti áfangastaður hefði átt að vera Hornafjörður. 

Á vefnum Marine Trafficer hægt að fylgjast með ferðum bátanna, í rauntíma, ef súmað er inn [e. zoom] að Vestmannaeyjum á kortinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Innlent

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Innlent

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Auglýsing

Nýjast

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Borgin sýknuð af bótakröfum skólaliða

Veiði­gjalda­frum­varpið sam­þykkt á Al­þingi

Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru

Vilja koma í veg fyrir „ó­aftur­kræf náttúru­spjöll“

Þak­plötur og lausir munir fuku í storminum

Auglýsing