Um klukkan níu í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var um sex sjómílum norðvestur af Siglunesi.
Um klukkan tíu var báturinn kominn í tog. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að vel hafi gengið að draga bátinn til hafnar og að verkefninu hafi verið lokið um klukkan 11.