Vél Icelandair sem fór í loftið rétt eftir klukkan átta í morgun á leið til Parísar CDG lenti á flugvellinum í Glasgow fyrr í morgun.

Vélin lenti heilu og höldnu í Glasgow en var það gert vegna veikinda hjá farþega vélarinnar að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa hjá Icelandir.

Guðni segir ákvörðun um lendinguna í Glasgow hafa verið tekna í samráði við lækna.

Að sögn Guðna fór vélin aftur á loft nú rétt fyrir klukkan ellefu en ekki var hægt að veita upplýsingar um það hvort veiki farþeginn hafi haldið förinni áfram með vélinni.

Eins og sjá má lítur út fyrir að flugvélin hafi lent á flugvellinum í Glasgow.
Fréttablaðið/Skjáskot