Vél Icelandair sem fór í loftið rétt eftir klukkan átta í morgun á leið til Parísar CDG lenti á flugvellinum í Glasgow fyrr í morgun.
Vélin lenti heilu og höldnu í Glasgow en var það gert vegna veikinda hjá farþega vélarinnar að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa hjá Icelandir.
Guðni segir ákvörðun um lendinguna í Glasgow hafa verið tekna í samráði við lækna.
Að sögn Guðna fór vélin aftur á loft nú rétt fyrir klukkan ellefu en ekki var hægt að veita upplýsingar um það hvort veiki farþeginn hafi haldið förinni áfram með vélinni.
Icelandair flight FI542 #Keflavik -#Paris squawking 7700 Emergency. pic.twitter.com/8yns4TmcqH
— Manu Gómez (@GDarkconrad) April 9, 2022

Eins og sjá má lítur út fyrir að flugvélin hafi lent á flugvellinum í Glasgow.
Fréttablaðið/Skjáskot