Von er á vonsku­veðri á fimmtu­dag þegar ein dýpsta lægð sem sögur fara af skellur á landinu. Sveinn Gauti Einars­son segir í færslu á veður­fræði­vefnum Blika að lægðin muni senni­lega ekki slá dýptar­met en þó er ekki úti­lokað að um verði að ræða dýpstu lægð aldarinnar.

Guð­brandur Örn Arnar­son, sem starfar við að­gerðar­mál hjá Lands­björgu, segir slysa­varna­fé­lagið og björgunar­sveitir þess vera vel í stakk búnar til að takast á við slík vonsku­veður.

„Við náttúr­lega á hverjum degi erum með ná­kvæm­lega sömu ráð­stafanirnar, við fylgjumst alltaf bara mjög vel með. Í sjálfu sér það sem að kannski er helst búið að vera núna er Safetra­vel verk­efnið okkar að upp­lýsa ferða­menn. Það er bara hluti af okkar dag­legu starf­semi að vera vakandi fyrir því hvort það þurfi að fara út með ein­hverjar við­varanir í sam­fé­lagið,“ segir Guð­brandur og bætir við að þetta sé að mörgu leyti ekki versta veður­spá sem slysa­varna­fé­lagið hefur séð.

Að sögn Guð­brands má þó búast við því að frá og með morgun­deginum muni ein­hver verk­efni tengd veðrinu koma á borð björgunar­sveitanna.

„Færð spillist og það fer saman vindur frost og ofan­koma og eftir því sem að við skiljum spána, það nær kannski há­marki á mið­nætti á að­fara­nótt fimmtu­dagsins. Þannig við vitum svo sem ekki hvað þetta mun hafa mikil á­hrif á þann tíma sem náttúr­lega er alltaf við­kvæmastur, það er svona þegar fólk er að fara í vinnu og skóla á morgnana og svo heim til baka seinni­partinn. En það hlýnar alla­vega eitt­hvað á morgun við ströndina þannig það getur verið að við fáum bara rok og rigningu eins og sagt er,“ segir hann.

„En við erum alltaf bara öllu við­búin og við erum bara búin að vera undan­farna daga í tals­vert miklum verk­efnum og á fjall­vegum líka. Þannig það er bara vonandi að fólk haldi sig heima og borði konfekt eins og ein­hvers staðar sagði.“

Hvernig ráð­stafanir eruð þið vana­lega með þegar von er á svona vonsku­veðri?

„Í sjálfu sér engar sér­stakar. Við erum það vel undir­búin eftir ára­tuga reynslu af svona verk­efnum. Þá erum við náttúr­lega á hverjum degi undir­búin undir svona hvelli. Þannig að ef við myndum ein­hvern tíma fá á okkur eitt­hvað veður sem myndi koma okkur al­gjör­lega að ó­vörum þá værum við ekkert illa undir það búin, þannig lagað. Við erum með allan tækja­búnað og allan þann mann­skap sem að til þarf og ég hef engar á­hyggjur af því að þetta verði eitt­hvað öðru­vísi heldur en allar hinar lægðirnar.“

Guð­brandur hvetur að lokum fólk til að huga að lausa­munum í kringum heimili sín og passa að það séu ekki hlutir í kring sem geti fokið en hann býst þó við því að lægðin muni að mestu hafa á­hrif á færðina.

Við erum búin að sleppa á­gæt­lega í vetur og núna fara náttúr­lega að koma kannski ein­hverjar aðrar lægðir en þetta er ekkert það versta sem við höfum séð. Við í sjálfu sér erum bara með mann­afla og tækja­búnað og reynslu til þess að takast á við þetta.