Frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst hér á landi þann 29. febrúar árið 2020, hafa 1.757 einstaklingar með sjúkdóminn verið lagðir inn á Landspítalann. Þar af 151 á gjörgæslu og 81 hefur þurft á aðstoð öndunarvélar að halda. Þá hafa 79 manns með Covid látist á Landspítalanum.

Landspítalinn hefur undanfarið greint frá stöðunni á spítalanum vegna Covid en uppfærslu á henni var hætt þann 20. september þar sem ekki var talin þörf á því lengur. Þann dag lágu einstaklingar með Covid á spítalanum.

Þegar mest var, í mars á þessu ári, lágu 88 sjúklingar með Covid á Landspítalanum.