Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg vekur at­hygli á hugsan­legri snjó­flóða­hættu til fjalla þar sem mikið hefur snjóað að undan­förnu. Þetta á jafnt við um svæði í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins og víðar á landinu.

„Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg vill benda göngu­fólki á að í mörgum heima­fjöllum við þétt­býli eins og t.d. Esju kanna að skapast tölu­verð snjó­flóða­hætta. Göngu­fólki sem ætlar að nýta sér gott veður til úti­vistar er bent á að halda sig við merktar göngu­leiðir og/eða hafa með í för þekkingu á mati á snjó­flóða­hættu, snjó­flóða­ýli, skóflu og stöng,“ segir í til­kynningu frá Lands­björg.

Þá er fólk hvatt til að afla sér upp­lýsinga um að­stæður, til dæmis á safetra­vel.is og snjó­flóða­síðum Veður­stofu Ís­lands.