Veitur hafa brugðist við gagn­rýni um lé­legt að­gengi í kringum fram­kvæmdir þeirra. Veitur munu hafa samband við Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra, og ræða við þau hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir hjólastólanotendur, meðal annars, í kringum framkvæmdir.

Íbúi í Vestur­bænum kvartaði í morgun yfir lé­legu að­gengi í kringum fram­kvæmdir á vegum Veitna.

„Brýr sem settar eru yfir skurðina sem þið hafið grafið eru fá­rán­lega brattar og ekkert hugað að því að fletja út rampana upp á þá, auk þess sem þær eru mjóar. Það er ó­þolandi og til skammar fyrir hvern sem er,“ segir Freyr Rögn­valds­son, íbúi í Vestur­bænum, í færslu á Face­book.

Ólöf Snæ­hólm Baldurs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Veitna segir að­gengi allra eigi að vera tryggt fram hjá fram­kvæmdum Veitna, hvort sem ein­stak­lingur sé gangandi, hjólandi eða í hjóla­stól.

Veitur hafa brugðist við þessu og munu hafa sam­band við Sjálfs­björgu um hverju er hægt að huga að í kringum að­gengi við fram­kvæmdir.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.

„Við viljum að það sé gott að­gengi fyrir alla og ef að það sé eitt­hvað sem vantar upp á að­gengi fatlaðra að þá þarf að skoða það og við höfum þegar sett okkur í sam­band við Sjálfs­björg og viljum ræða við þau,“ segir Ólöf.

„Við viljum geta séð hvar þau telja úr­bóta þörf og þá viljum við sinna því eins og hægt er,“ bætir hún við.

Ólöf segir það vera stefnu Veitna að tryggja gott að­gengi í kringum fram­kvæmdir þeirra, það sé gert með því að setja niður merkinga­plön, girðingar, hjá­leiðir, stað­setningar á göngu­brúm og allt slíkt áður en verkin hefjast.

„Verk­tökum ber að fylgja þessu og við þurfum að tryggja að allt sé í lagi á verk­tímanum,“ segir Ólöf.