Veitur hafa beðist af­sökunar á töfum fram­kvæmda á gatna­mótum við Fram­nes­veg og Hring­brautar í Reykja­vík. Mikil um­ræða hefur verið á sam­fé­lags­miðlum um fram­kvæmdina og tölu­verðrar ó­á­nægju gætt meðal íbúa með fram­gang og um­gjörð.

„Gagn­rýnin er rétt­mæt, verkið hefur tafist fram úr hófi og að­stæður ekki verið til fyrir­myndar á verk­stað. Við biðjumst af­sökunar á því. Á­stæðurnar eru marg­vís­legar, verkið er flókið og margir sem koma að, bæði verk­efnum Veitna og Reykja­víkur­borgar á og við Fram­nes­veg, sem og fram­kvæmdum á By­kor­eit og Héðins­reitnum,“ segir í færslu Veitna á Face­book síðuna „Vestur­bærinn.“

Veitur segjast geta gert betur að dregið verði lær­dóm af því hvernig fór.

„Við höfum gert okkar besta síðustu daga til að laga að­stæður og vonum að þið sýnið því skilning að í kringum svona fram­kvæmdir er alltaf tölu­vert rask, jafn­vel þegar staðið er að þeim eins og best verður á kosið.“

„Við sjáum nú fyrir endann á verk­efninu. Verið er að leggja loka­hönd á tengingu raf­lagna og verður í fram­haldinu strax fyllt upp í skurðinn á Fram­nes­vegi. Að því loknu mun verk­takinn leggja snjó­bræðslu, væntan­lega um miðja næstu viku. Þá verður svæðið búið undir­búið fyrir steypu. Hve­nær hún kemur veltur svo á veðri, út­lit er fyrir tölu­verða rigningu í næstu viku og það er ekki gott steypu­veður,“ segir í til­kynningunni.