Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hand­tók í gær­kvöldi tvo ein­stak­linga sem veittust að lög­reglu­mönnum við skyldu­störf í mið­borginni.

Í fyrra skiptið var til­kynnt um tvo ein­stak­linga í annar­legu á­standi sem tóku hluti ó­frjálsri hendi í verslun í mið­borginni. Annar þeirra fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu og reyndi að skalla lög­reglu­mann. Sá var hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu.

Í seinna skiptið var til­kynnt um æstan ein­stak­ling í mið­bænum sem veittist að fólki. Hann veittist svo að lög­reglu­manni þegar verið var að að­stoða hann. Fékk maðurinn nætur­stað í fanga­geymslu vegna málsins.

Fleiri smá­vægi­leg komu upp í gær­kvöldi, til dæmis þjófnaðar­mál auk þess sem lög­regla að­stoðaði ó­sjálf­bjarga ein­stak­ling vegna ölvunar. Þá voru alls fjórir teknir úr um­ferð vegna gruns um akstur undir á­hrifum.