Fjöl­margir voru staddir í mið­bænum í gær að sögn lög­reglu en krár og skemmti­staðir opnuðu dyr sínar á ný síðast­liðinn mánu­dag eftir margra mánaða lokun vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur reglu­lega við­haft eftir­lit með veitinga­stöðum til þess að ganga úr skugga um að farið sé eftir öllum reglum, það er fjölda­tak­mörkunum og lokunar­tíma en allir staðir þurfa að loka klukkan 22 og mega ekki hleypa nýjum gestum inn eftir klukkan 21.

Tveir veitinga­staðir sem lög­regla heim­sótti í gær voru þó með of marga inni á staðnum. Ás­geir Þór Ás­geirs­son yfir­lög­reglu­þjónn segir í sam­tali við Vísi um málið að staðirnir eigi von á sekt fyrir brot á sótt­varna­lögum. Annar staðurinn á einnig von á sekt fyrir brot á lögum um veitinga­staði, gisti­staði og skemmtana­hald.

Að sögn Ás­geirs var ekkert brot skráð þar sem staðirnir voru opnir of lengi og það flokkist sem gott á­stand að að­eins hafi verið gert at­huga­semd við tvo veitinga­staði. „Þannig ég vil heilt yfir hrósa veitinga­mönnum fyrir að standa vaktina vel.“