Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fór í eftir­lit á alls 42 veitinga­hús á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi.

Staðan var tekin hjá 36 veitinga­húsum í austur- og mið­borginni og er skemmst frá því að segja að allir þeir staðir sem áttu að vera lokaðir vegna sótt­varna­laga voru lokaðir. Á einum staðnum voru iðnaðar­menn að störfum en lokað var fyrir rekstur.

Staðir sem höfðu heimild fyrir opnun voru með allt sitt á hreinu og var ekki gerð nein at­huga­semd.

Í Hafnar­firði var farið á sex veitinga­staði sem höfðu heimild til að vera opnir og var þar allt til fyrir­myndar. Tveir staðir áttu að vera lokaðir og þar var allt lokað, að sögn lög­reglu.