Um­hverfis­stofnun óskar eftir til­nefningum til nýrrar viður­kenningar sem hlotið hefur heitið Blá­skelin. Viður­kenningin verður veitt fyrir­tæki, stofnun, ein­stak­lingi eða öðrum fyrir fram­úr­skarandi lausnir sem stuðla að minni plast­notkun og plast­úr­gangi í sam­fé­laginu.

Viður­kenningin er hluti af að­gerðum um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra til að draga úr nei­kvæðum á­hrifum plast­notkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til ný­sköpunar. Sér­stök út­hlutunar­nefnd velur viður­kenningar­hafa en hana skipa full­trúar frá Ný­sköpunar­mið­stöð Ís­lands, Sam­tökum at­vinnu­lífsins, Plast­lausum septem­ber og Um­hverfis­stofnun.

Óskað er eftir því að stutt greinar­gerð fylgi með til­nefningunum fyrir Blá­skelina. Fyrir­tæki, ein­staklingar og stofnanir geta hvort heldur til­nefnt sig sjálf eða verið til­nefnd af öðrum. Til­lögur skulu berast Um­hverfis­stofnun eigi síðar en 1. júlí næst­komandi.

Við val á verð­launa­hafa verður horft til nokkurra þátta, svo sem, ný­sköpunar­gildis við­komandi lausnar, hvort að lausnin dragi úr myndun úr­gangs. Hvert al­mennt fram­lag lausnarinnar sé til um­hverfis­mála og hvaða plast­vöru er verið að snið­ganga með lausninni. Þá verður einnig litið til þess hvort lausnin hafi mögu­leika á að komast í al­menna notkun.

„Með­vitund fólks um plast­vandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ó­trú­leg gróska í sam­fé­laginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikil­vægt,“ segir Guð­mundur Ingi.

Um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, mun veita viður­kenninguna þann 1. septem­ber 2019, á opnunar­há­tíð ár­vekni­á­taksins Plast­laus septem­ber.

Guð­mundur Ingi fékk við lok síðasta árs af­hentar til­lögur frá sam­ráðs­vett­vangi sem hann skipaði um plast­mál­efni og voru viður­kenningar fyrir fram­úr­skarandi plast­lausar lausnir þar á meðal. Aðrar til­lögur sem nú þegar eru komnar til fram­kvæmda eru á­taks­verk­efni Um­hverfis­stofnunar til að auka með­vitund um að draga út notkun ein­nota plast­vara og svo ný lög sem banna plast­burðar­poka í verslunum frá og með 1. Janúar árið 2021.

„Plast í hafi er víð­tækt vanda­mál og örplast hefur greinst í æ fleiri líf­verum, þar á meðal blá­skel. Með viður­kenningunni Blá­skelinni berjumst við gegn plast­mengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til ný­sköpunar og frum­legra lausna – án plasts,“ segir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra í til­kynningu á heima­síðu ráðu­neytis hans.

Hægt er að kynna sér nánar viður­kenninguna og ferli til­nefninga hér á heima­síðu ráðu­neytisins.