Sex sveitar­fé­lög fá 150 milljóna króna fjár­veitingu vegna hruns í ferða­þjónustu í kjöl­far CO­VID-19 en Al­þingi sam­þykkti fjár­veitinguna í vor. Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra kynnti skiptingu fjár­veitingarinnar á ríkis­stjórnar­fundi í morgun.

Að því er kemur fram í frétt Stjórnar­ráðsins um málið fá sveitar­fé­lögin Mýr­dals­hreppur, Skaft­ár­hreppur og Skútu­staða­hreppur 32 milljónir út­hlutað hvert um sig á meðan Blá­skóga­byggð, Rang­ár­þing eystra og Sveitar­fé­lagið Horna­fjörður fá hvert um sig 18 milljónir.

Mark­miðið með að­gerðunum er að skapa grund­völl fyrir fjöl­breyttara at­vinnu­líf til lengri tíma, styrkja stoðir þeirra og efla ný­sköpun en sam­kvæmt saman­tekt Byggða­stofnunar frá síðast­liðnum maí stóðu sveita­fé­lögin sex verst að vígi eftir hrun ferða­þjónustunnar í vor.

Aukið atvinnuleysi

„Tvö teymi með full­trúum frá sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráðu­neyti, Byggða­stofnun og Sam­tökum sveitar­fé­laga á Norður­landi eystra annars vegar og Sam­tökum sunn­lenskra sveitar­fé­laga hins vegar fengu það verk­efni að greina nánar stöðu og á­skoranir sveitar­fé­laganna sex,“ segir í til­kynningu Stjórnar­ráðsins.

Þá kemur fram að teymin hafa nú skilað greinar­gerð um skiptingu fjár­veitin­far á fjár­auka­lögum. „Í greinar­gerðinni er fjallað um lýð­fræði­lega þróun og at­vinnu­líf á svæðunum en at­vinnu­leysi í þessum sveitar­fé­lögum í júní­lok var frá 13%-34% en meðal­tal at­vinnu­leysis á landinu öllu var um 10%.“

Staða sveitar­fé­laganna sex voru metin inn­byrðis í greina­gerðinni þar sem hlut­fall ferða­þjónustu af at­vinnu­lífi og mögu­leikar á annarri vinnu­sókn voru metin. Þá voru fram­komin á­hrif eins og at­vinnu­leysi og lýð­fræði­leg sam­setning íbúa tekin til greina.

„Þegar horft var til þessara þátta var niður­staðan sú að Mýr­dals­hreppur, Skaft­ár­hreppur og Skútu­staða­hreppur stæðu verst að vígi en að Blá­skóga­byggð, Rang­ár­þing eystra og Sveitar­fé­lagið Horna­fjörður gætu brugðist betur við á­hrifum far­aldursins.“