Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir far­aldurinn vera á svipuðu róli og hann hefur verið síðast­liðna daga en í gær greindust 35 ein­staklingar með veiruna. Í fyrra­dag greindust 46 með veiruna en að sögn Þór­ólfs gæti það verið þar sem fleiri sýni voru tekin á mánu­deginum eftir helgina.

„Það sem er kannski á­hyggju­efni, ef maður vill hafa á­hyggjur af ein­hverju, er kannski það að hlut­fall já­kvæðra sýna er heldur að aukast,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið en fjóra daga í röð hefur hlut­fall já­kvæðra sýna við ein­kenna­sýna­töku verið yfir þrjú prósent og var hæst tæp­lega 4,3 prósent.

Hvað fjölda í sótt­kví við greiningu varðar segir Þór­ólfur það yfir­leitt vera í kringum 50 prósent. „Þetta er svona að sveiflast upp og niður, svo sem eins og þetta hefur verið að gera, og ég held að það sé bara ein­mitt þannig sem við megum búast við að sjá þetta á­fram,“ segir Þór­ólfur.

Enn tveir í öndunarvél

Á Land­spítala eru nú sjö ein­staklingar inni­liggjandi, tveimur færri en í gær, en ein­stak­lingum á gjör­gæslu fjölgar um einn og eru því þrír á gjör­gæslu, þar af tveir í öndunar­vél. Að sögn Þór­ólfs er á­standið á spítalanum og annars staðar á við­ráðan­legu stigi.

Tvö börn hafa þurft á inn­lögn að halda vegna Co­vid-sýkingar, annars vegar tveggja ára barn og hins vegar fjór­tán ára ung­lingur. Ung­lingurinn var út­skrifaður af spítalanum um helgina en hitt barnið er enn á gjör­gæslu að sögn Þór­ólfs.

„Það er eitt barn inni­liggjandi á gjör­gæslu og það er annað af þeim börnum sem við höfum verið að tala um undan­farið. Það barn er í öndunar­vél því það fékk svona fylgi­kvilla með Co­vid-sýkingunni þannig að það er að valda smá vanda­málum,“ segir Þór­ólfur.

Að­spurður um hvort hann viti til þess að önnur börn hafi orðið til­tölu­lega veik án þess að þurfa á inn­lögn að halda segir Þór­ólfur að veikindi barnanna sem hafa greinst með Co­vid séu mis­jöfn. „Það eru engin önnur börn, eftir því sem ég veit best, al­var­lega veik eða yfir­vofandi [að þurfi á inn­lögn að halda] og ég vona bara að það haldast þannig.“