„Ég er ekki klár á því hver hann er,“ segir Sveinn Margeirs­son, sem sagt hefur verið upp störfum sem for­stjóri Mat­ís, í sam­tali við Frétta­blaðið. Þar á hann við meintan trúnaðar­brest sem er á­stæðan sem honum var gefin fyrir upp­sögninni. 

Greint var frá upp­sögn Sveins í dag en honum var til­kynnt um á­kvörðun stjórnarinnar í gær. Hann kveðst ekki vita í hverju meintur trúnaðar­brestur felist. Sveinn er staddur er­lendis þessa stundina í tengslum við starf sitt. 

Hann segir stjórn Mat­ís og for­mann hennar þurfa að svara fyrir upp­sögnina og hvað felist í trúnaðar­brestinum sem um ræðir. „Ég tel að ég hafi sinnt starfi mínu af trú­mennsku. En valdið er stjórnarinnar og ég virði það,“ segir hann að lokum.