Innlent

Veit ekki til hvaða trúnaðar­brests er vísað

Sveinn Margeirsson segist ekki vita hvað felist í meintum trúnaðarbresti sem varð til þess að honum var sagt upp störfum sem forstjóri Matís í gær. Segist virða vald stjórnarinnar.

Sveinn Margeirsson hefur gegn stöðu forstjóra Matís undanfarin átta ár. Mynd/Matís

Ég er ekki klár á því hver hann er,“ segir Sveinn Margeirs­son, sem sagt hefur verið upp störfum sem for­stjóri Mat­ís, í sam­tali við Frétta­blaðið. Þar á hann við meintan trúnaðar­brest sem er á­stæðan sem honum var gefin fyrir upp­sögninni. 

Greint var frá upp­sögn Sveins í dag en honum var til­kynnt um á­kvörðun stjórnarinnar í gær. Hann kveðst ekki vita í hverju meintur trúnaðar­brestur felist. Sveinn er staddur er­lendis þessa stundina í tengslum við starf sitt. 

Hann segir stjórn Mat­ís og for­mann hennar þurfa að svara fyrir upp­sögnina og hvað felist í trúnaðar­brestinum sem um ræðir. „Ég tel að ég hafi sinnt starfi mínu af trú­mennsku. En valdið er stjórnarinnar og ég virði það,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gul stormviðvörun á morgun

Innlent

Lægri fast­eigna­skattur og hærri syst­kina­af­sláttur

Innlent

Vegagerðin vill Þ-H þrátt fyrir nýja greiningu

Auglýsing

Nýjast

Varð fyrir 500 kílóa stálbita

„Hefði orðið upplausn í Bretlandi“

Stóð af sér tillögu um vantraust með góðum meirihluta

Cohen í þriggja ára fangelsi

Ætlar ekki í gegn um aðrar þingkosningar

Meira en 50 karlar keyptu vændi af fatlaðri konu

Auglýsing