Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður vinstri grænna, gefur lítið fyrir það að ummæli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og varformanns flokksins, um óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttafólks. Hún sagði ekki fordæmalaust að ráðherrar hefððu mismunandi upplifanir af ríkisstjórnarfundum.

Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV, en þar sagði Katrín að ólík sjónarmið hefðu verið reifuð á umræddum ríkisstjórnarfundi.

„Það voru ólík sjónarmið reifuð á ríkisstjórnarfundi í gær þar sem þetta tiltekna mál var til umræðu. Og þau sjónarmið sem þarna komu fram lutu meðal annars að því að það væri mikilvægt að skoða betur samsetningu þessa hóps og aðstæður, meðal annars hjá fjölskyldufólki,“ sagði Katrín.

Ummæli Guðmundar Inga í kvöldfréttum RÚV í gær hafa vakið athygli. En þar sagði hann einfaldlega ekki rétt hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að eining væri innan ríkisstjórnarinnar í málefnum flóttafólks, þar sem hann og aðrir ráðherrar hefðu gert alvarlegar athugasemdir. Þá sagðist Guðmundur ekki sáttur með störf Jóns í málaflokknum.

Katrín vildi þó meina að ummælin væru ekki fordæmalaus og sagði þau lýsa ólíkri upplifun ráðherra af ríkisstjórnarfundi. „Ég veit nú ekki hvort að það sé fordæmalaust að upplifun ráðherra sé ólík af ríkisstjórnar- og ráðherrafundum. Ég held að það sé bara úrlausnarefni fyrir okkur að leysa úr þessum málum bæði til lengri og skemmri tíma með viðeigandi lausnum,“